Með því að nota vefverslunina brandtex.is samþykkir þú eftirfarandi skilmála.

Vinsamlegast lestu skilmálana vandlega þar sem þeir innihalda mikilvægar upplýsingar. Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband við Brandtex á netfangið [email protected]

Kaupskilmálar

Brandtex tekur einungis við pöntunum sem gerðar eru í gegnum vefverslunina.

Samningur og staðfesting á pöntun

Þegar pöntun er gerð í vefverslun og staðfesting á greiðslu hefur borist sendir Brandtex staðfestingapóst á tölvupóstfangið sem þú gafst upp og er þá kominn á bindandi samningur um kaup. Pantanir gerðar á föstudögum, laugardögum, sunnudögum og öðrum helgidögum verða staðfestar eigi síðar en næsta virka dag kl. 18:30.

Verð
Uppgefið verð á síðunni er í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti og er það verð sem gildir allt kaupferlið. Athugið að það getur verið annað verð í netversluninni en í verslun Brandtex í Skipholti 33, þ.e.a.s. það geta verið fáanleg tilboð á netversluninni sem ekki eru í boði í versluninni, en ekki öfugt. Brandtex áskilur sér rétt til að falla frá afhendingu vörunnar ef skýr og augljós verðvilla birtist á vefsíðunni (t.d. verð vörunnar virðist vera of hátt eða of lágt eða ef verð er gefið upp sem 0 kr) Í slíkum tilvikum skal Brandtex tilkynna strax um villuna og leiðrétta verð.

Afslættir- og kynningarkóðar
Afslættir með kóða eru almennt eingöngu gildir einu sinni og þegar kóðinn er notaður verður hann óvirkur og því ekki lengur gildur. Ekki er hægt að bæta við afslætti eftir að pöntun hefur verið staðfest, þess vegna þarf að tryggja að allar upplýsingar séu rétt skráðar áður en pöntun er staðfest.
Brandtex áskilur sér rétt til að afturkalla afslátt, kynningarverð, kynningarkóða eða tilboð hvenær sem er.

Greiðsla
Netverslun Brandtex samþykkir eftirfarandi greiðslumáta fyrir pantanir: kreditkort (VISA, MasterCard), debetkort (VISA Electron, Maestro), Netgíró og millifærslur.
Kortafærslur fara fram á öruggri greiðslusíðu Borgunar.
Millifærslur skulu leggjast inn á reikning: 515-26-6992, kt. 451217-0540 og kvittun send á netfangið [email protected].

Hafi millifærsla ekki verið framkvæmd innan við sólahring frá því að pöntun hefur verið gerð er gert ráð fyrir því að hætt hafa verið við pöntun.

Það á við um allar greiðsluaðferðir að eftir að Brandtex berst staðfesting á greiðslu mun staðfestingarpóstur sendur til þín og þar með eru viðskiptin staðfest.

Lög og varnarþing:
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.

Öryggisskilmálar
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Afhending
Brandtex sendir pantanir næsta virka dag eftir að pöntun hefur verið staðfest.
Brandtex notast við þjónustu Póstsins sem dreifir vörum innan 3ja virkra daga frá póstlagningu. Ef veruleg töf hefur verið á sendingu viðskiptavina er bent á að hafa samband við skrifstofu á netfangið [email protected].

Skilaréttur
Áður en pöntun fer í póst getur þú hætt við pöntunina með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða hringt í síma 558-2800

Brandtex býður upp á 14 daga skilarétt sem þýðir að þú getur skilað vörum sem þú hefur pantað í allt að 14 daga frá þeim degi sem pöntunin berst til þín, að því tilskildu að varan sé í upprunalegu ástandi og allar merkingar fylgi ásamt kvittun. Endurgreiðsla fer fram eftir að við höfum móttekið vöruna.

Skil með bréfpósti:

Vinsamlegast sendu vörurnar sem þú vilt skila ásamt kvittuninni (sem fylgdi pöntuninni) til Brandtex innan 14 daga frá þeim degi sem þú fékkst vörurnar á eftirfarandi heimilisfang, athugið (veljið þjónustuna Pakki Póstbox áður en nafn,símanúmer og kennitala er fyllt út á www.postur.is):

Póstbox: Kringlan
Kennitala: 451217-0540

Nafn: Brandtex
Heimilisfang: Skipholt 33
GSM númer: 6953526

Við mælum með að vörurnar séu sendar með Póstinum og þú geymir kvittun fyrir sendingunni ásamt sendingarnúmeri þar til kaupverð hefur verið endurgreitt.

Þú ert ábyrg/ur fyrir að greiða kostnað við endursendingu nema vörunni sé skilað vegna galla.

Að sjálfsögðu getur þú einnig skilað vörum í verslun okkar í Skipholt 33 gegn sömu skilmálum.

Ef þú hættir við pöntun samkvæmt þessum skilmálum færðu að fullu endurgreitt á því verði sem þú greiddir fyrir vörurnar án sendingakostnaðar. Vinsamlegast athugaðu að Brandtex er ekki skylt að endurgreiða flutningskostnað af vörum sem hætt er við, skilað eða eru endursendar.

Ef upp kemur galli í vöru, vinsamlegast sendið tilkynningu með mynd um leið og galla í vöru verður vart á netfangið [email protected]. Vörunni skal skilað innan þriggja sólarhringa frá móttöku eða vera póstlögð innan þess tímaramma.

Þú getur einnig komið með vöruna í verslun okkar, skipt um stærð eða valið þér nýja í staðin. Ef það hentar ekki getur þú fengið inneignarnótu til síðari nota.

Forsala í vefverslun snýst út á að vara er seld fyrirfram í þeim tilgangi að viðskiptavinurinn geti tryggt sér eintak tímanlega á vinsælum vörum. Einnig hefjum við forsölu í þeim tilgangi að dreifa álagi úr verslun í þessum fordæmalausu tímum. Vara er seld með fyrirvara um að afhendingartíma, afhending getur hliðrast, orðið fyrr eða síðar enn lofað er.

Skilmálar Brandtex var síðast breytt 7. sept 2024