Vörumerkið Brandtex er selt í meira en 2500 verslunum um allan heim, vörumerkið tilheyrir BTX Group sem er einn af stærstu tískuframleiðendum í Danmörku. BTX Group hefur verið leiðandi á Norðurlöndunum á sviði vörumerkja og fatnaðar fyrir konur. Vörumerkið Brandtex var fyrst stofnað árið 1935 af Anne og Aage Petersen upprunalega var Brandtex barnaföt enn með árunum hefur Brandtex þróast í nútíma, litríkan gæða kvenfatnað.

Hægt er að lesa meira um BTX Group hér: https://btx-group.com/en/

Brandtex fatnaður einkennist af einstaklega fallegum nútíma stíl, hann er stílhreinn, litríkur með áherslu á gæði og kemur í stærðunum 36-52. Brandtex veitir því konum einstakt tækifæri til að klæðasta fallegum, stílhreinum og nútímalegum fatnaði óháð lögun og stærð.

Í versluninni fást vörumerkin Brandtex CLASSIC, Brandtex COPENHAGEN, Brandtex COASTLINE, SIGNATURE, JENSEN og SHARE.

Brandtex CLASSIC leggur áherslu á gamla góða hefðbunda Brandtex stílinn.

Brandtex COPENHAGEN minnir einna helst á fallegan og smart borgarstíl sem höfðar oftar en ekki til aðeins yngri markhóps.

Brandtex COASTLINE hentar einstaklega vel fyrir konur sem stunda útiveru þar er lögð er áhersla á gæðalegar yfirhafnir og þykkar peysur.

SIGNATURE leggur áherslu á mynstraðan og litríkan klæðnað

JENSEN leggur áherslu á einfaldleikann og býður upp á fallegan hversdagsfatnað

SHARE leggur áherslu á stílhreinar og fallegar dragtir í mörgum sniðum